Mímis-ungmenni í ævintýraferð

júní 27, 2007
Fyrir skömmu héldu 14 ungmenni úr Mími ungmennahúsi í sannkallaða ævintýraferð norður í Skagafjörð. Það var húsráð Mímis sem skipulagði ferðina fyrir ungmenni sem hafa tekið þátt í starfi Mímis í vetur. Farið var í siglingu (“rafting”) niður Jökulsá vestri í inndölum Skagafjarðar. Ungmennin voru mjög ánægð með ferðina og sögðu bátsferðina niður ánna hafa verið “algjört adrenalínkikk“.
 
Mímir ungmennahús er á Kveldúlfsgötu 2b í Borgarnesi. Í sumar er opið á miðvikudagskvöldum frá kl. 20.00 – 23.00 og eru öll ungmenni í Borgarbyggð á aldrinum 16 – 25 ára hvött til að kíkja í heimsókn og spjalla.

Share: