Mímir ungmennahús 10 ára

júní 16, 2010

Í dag 16. júní er Mímir ungmennahús 10 ára en ungmennahúsið hóf starfsemi í gömlu kartöflugeymslunni við Kveldúlfsgötu þann dag fyrir 10 árum. Það voru kraftmikil ungmenni sem tóku virkan þátt í að undirbúa aðstöðuna og starfsemina á þeim árum en aðstaða fyrir aldurinn 16 – 25 ára ungmenni var þá ekki fyrir hendi í sveitarfélaginu. Segja má að starfsemin hafi gengið vel þessu ár og frekar bætt við sig þessi ár sem liðin eru en ungmennahúsið flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði í Menntaskóla Borgarfjarðar í september á síðasta ári og fer starfsemin nú þar fram í samstarfi við stjórn nemendafélags menntaskólans. Í sparnaðarskyni hefur ekki verið starfsmaður í ungmennahúsinu s.l. tvö ár en ungmennin sjálf hafa myndað húsráð sem heldur uppi starfinu með kvöldopnun, uppákomum, fræðslu fyrir ungmenni og farið í skemmtiferðir ofl. til að þjappa þessum aldurshóp saman.
Hátíðahöld verða að bíða því nú eru svo mörg ungmenni í stjórn hússins stödd í útskriftarferð á sólarströndu en klárlega verður afmælinu fagnað seinna í sumar eða haust.
 
Til hamingju ungmenni í Mími með mikilvægt starf ykkar í ungmennahúsinu.
ij

 

Share: