
Spennandi tímar eru framundan í starfsemi GBF og er vonandi að sem flestir foreldrar og forráðamenn sjái sér fært að taka þátt í starfi skólans, því með samtakamætti er hægt að gera góðan skóla miklu betri.
Framundan eru námsefniskynningar á vegum umsjónarkennara hvers árgangs og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að koma og kynna sér nám barna sinna. Bekkjartenglar verða þá kosnir í foreldrahópnum en þeir eru mikilvægir tengiliðir í starfi foreldrafélags skólans.