Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 56 á tímabilinu júlí til september. Mikill hluti þessarar fjölgunar er á Bifröst og svæðinu þar í kring.
Í heild hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 72 á þessu ári sem er tæplega 3% en mjög fá sveitarfélög geta státað af slíkri fólksfjölgun á árinu.
Á Vesturlandi hefur íbúum hins vegar fækkað um 123 á árinu 2003 en þeir voru 14.495 1. desember s.l.