Merki Brákarhlíðar komið

október 29, 2012
Tekið hefur verið í notkun einkennismerki fyrir hjúkrunar og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Heiður Hörn Hjartardóttir hannaði merki sem stjórn Brákarhlíðar hefur nú valið sem merki heimilisins. Við hönnun á merkinu var unnið útfrá nokkrum orðum sem tengjast Brákarhlíð beint eða óbeint, þessi orð eru: Heimili, hlíðin, hlýja og kærleikur, litir og gleði og bókstafurinn B.
Stafurinn B er myndaður úr hlíðinni sem einnig myndar húsþak og inn í myndast hjarta sem tákn um hlýjuna og kærleikann sem í húsinu er.
 
 

Share: