![](https://borgarbyggd.is/images/Mynd_0560458.jpg)
Yfirskrift hátíðarinnar ber með sér áherslu á að menntun er skemmtun og þeir sem koma á hátíðina fá skemmtun á stóra sviðinu í salnum en einnig verður boðið upp á örfyrirlestra um ólík og áhugaverð málefni.
Meðal efnis á dagskránni verða, auk kynninga skólanna, atriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, kórnum Borgarfjarðarbörn og Dansskóla Evu Karenar. Kennsla í sýndarveruleika frá Háskólanum á Bifröst, Guðrún Jónsdóttir flytur örfyrilestur um Guðrúnu frá Lundi, Gísli Einarsson rifjar upp síðustu 10 árin í fjölmiðlum og Bergur Þorgeirsson kynnir Goðafræðiverkefni Snorrastofu. Fjöldi annarra kynninga og atriða verða á dagskrá en dagskráin verður birt í heild sinni hér á heimasíðu Borgarbyggðar á föstudaginn.