Menntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í Gettu betur

janúar 8, 2008
Menntaskóli Borgarfjarðar tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Gettu betur annað kvöld. Þessi fámennasti skóli landsins keppir þar við þann fjölmennasta, þ.e. Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Keppendur fyrir MB eru eftirtalin: Eggert Örn Sigurðsson, Skúli Guðmundsson og Elín Elísabet Einarsdóttir, en liðsstjóri og jafnframt varamaður liðsins er Margrét Ársælsdóttir. Í gærkvöldi var tekið forskot á keppnina og nemendur og kennarar skólans komu saman til að hvetja sitt lið.
Nokkrir aðilar úr héraði höfðu verið fengnir til að semja spurningar fyrir keppendur að glíma við og einnig var stillt upp öðru keppnisliði sem andstæðingi krakkanna. Þau sem þar tóku þátt voru Dagbjört Hákonardóttir, Hjalti Snær Ægisson, Einar G. Pálsson, Guðmundur Karl Bjarnason og Ívar Örn Reynisson. Kvöldið var mjög skemmtilegt og sú stemning sem þar myndaðist er mikill stuðningur fyrir þessa ungu fulltrúa skólans í keppninni. Meðal þeirra sem lögðu fram spurningar og hvöttu liðið voru þessir:

Elísabet Haraldsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Haukur Júlíusson, Hjalti Snær Ægisson, Kjartan Ragnarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigríður Margrét Guðmundsdótti, Torfi Jóhannesson og Stefán Gíslason.

Í Menntaskóla Borgarfjarðar eru tæplega 70 nemendur og eru þeir allir á 1. eða 2. ári.
 
Keppnin verður send út annað kvöld, þann 9. janúar, kl. 19.30 á Rás 2.Það eru nokkur lið sem keppa, en FB og MB leiða saman hesta sína um kl. 20.30.

Myndirnar tók Veronika G. Sigurvinsdóttir

Share: