Menningarnefnd Borgarbyggðar vinnur nú að gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Verkið er langt komið og hefur nefndin notið krafta ýmissa aðila í héraði við mótun stefnunnar.
Fyrirliggjandi drög verða lögð fram til kynningar á íbúafundi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.00 í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi.
Kynningin fer fram með menningarlegu ívafi með dyggri aðstoð Þorvaldar Jónssonar í Brekkukoti.
Menningarfulltrúi
(Ljósmynd með frétt: Ragnheiður Stefánsdóttir)