Menningarsjóður Borgarbyggðar 2007-03-21

mars 21, 2007
Úthlutað hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði Borgarbyggðar, vegna verkefna árinu 2007. Aldrei hafa borist svo margar umsóknir sem núna, en alls voru þær 45 talsins og ber það vott um mikla grósku í menningarlífi í sveitarfélaginu.
Það er Menningarnefnd sem fer með stjórn sjóðins og var henni vandi á höndum að ákveða úthlutanir. Niðurstaðan varð sú að alls 30 verkefni hlutu styrk auk þess sem sérstakur heiðursstyrkur verður veittur listamanni á afmæli Borgarness 22. mars við hátíðlega athöfn í Landnámssetri.
Sjá má lista yfir úthlutanir með því að smella hér.
 
 

Share: