Styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2011 hefur verið úthlutað hjá Menningarráði Vesturlands. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu Brúðuheimar í Borgarnesi, 1.250.000 krónur, vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið, brúðuleikhús fyrir fullorðna leikhúsgesti. Hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M Jónsdóttir reka Brúðuheima. Landnámssetur Íslands hlaut eina milljón í styrk til að setja upp „Töfrar heiðninnar“ fyrir börn og fullorðna, eftir Þór Túliníus í leikstjórn Peter Engkvist. Auður Hafsteinsdóttir fékk eina milljón króna vegna Reykholtshátíðar og verkefni Ásu Hlínar Svavarsdóttur; gamanleikurinn Draumurinn, eftir W. Shakespere fékk eina miljón króna. Nánar má lesa um styrkveitingarnar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is