Menningarráð Vesturlands – styrkveitingar 2007

febrúar 25, 2007
Menningarráð Vesturlands hefur veitt styrki fyrir 23 milljónir króna til menningarverkefna á Vesturlandi. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn s.l. fimmtudag á safnasvæðinu að Görðum á Akranesi og það var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sem það gerði.
 
Styrkt voru ýmis áhugaverð verkefni sem einstaklingar, félagasamtök og stofnanir á Vesturlandi standa fyrir. Hér á eftir fer listi yfir þau verkefni sem hlutu styrki, en nánari upplýsingar má svo sjá á heimasíðu Menningarráðs: www.menningarviti.is
Styrkúthlutanir Menningarráðs Vesturlands árið 2007
Askur og Embla ehf: Kvikmynd um vesturfara – 400.000
Byggðasafnið að Görðum Akranesi: Menningartengd ferðaþjónusta/handverk – 400.000
 
Dalaleir, listiðnaður: Hönnun, listmunir úr leir frá Fagradal á Skarðsströnd – 200.000
Einkunnir, Borgarnesi: Merkingar svæðisins – 500.000
Eyrbyggja, Grundarfirði: Rafrænt sýningarhald í sögumiðstöð – 400.000
 
Félag atvinnulífsins í Grundarfirði: Ungir rokklistam. á Góðri stund – 200.000
Fjölbrautarskóli Snæfellinga: Saga og goðsagnir á Snæfellsnesi. Leiksýning – 500.000
 
Fjölmenning: Fjölmenning í Borgarbyggð – 200.000
 
Framfarafélag Snæfellsbæjar: Útgerðarsaga Ólafsvíkur – 150.000
Freyjukórinn Borgarfirði: Tónleikar, innlent kórasamstarf – 150.000
 
Grundaskóli Akranesi – Söngleikurinn Draumaleit – erlent samstarf – 500.000
 
Grundaskóli Akranesi: Ungir gamlir, tónlistarverkefni – 500.000
Grunnskólinn í Búðardal: Víkingþorp – Laxdæla og Eiríkssaga – 1.000.000
Grunnskólinn í Stykkishólmi: Söngleikur – 1.000.000
Hallgrímskirkja í Saurbæ: Megas flytur passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar – 395.000
 
Upplifðu allt/ All Senses: Kynningamyndband um Vesturland – 300.000
Heiðarskóli, Ásatrú: Sveinbjörn Beinteinsson, Ásatrú – 250.000
 
Heiðarskóli, Hallgrímskirkja: Menningardagskrá um sr. Hallgrím Pétursson – 250.000
 
Hestamannafélagið Dreyri: Menningarsöguleg samantekt á myndbandi – 150.000
 
IsNord tónlistarhártíð: Námskeið, söngleikhús og sýning – 200.000
 
IsNord tónlistarhártíð: Tónlistarhátíð um hvítasunnuna – 400.000
 
Kammerkór Akraness: Tónleikaferð um Vesturland – 150.000
 
Kammerkór Vesturlands: Tónleikar með hljóðfæraleikurum – 150.000
Kirkjuhvoll Akranesi: Listasýningar – 300.000
Kór Stykkishólmskirkju: Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju – 550.000
Kvenfélagið Hringurinn Stykkishólmi: 100 ára afmæli kvenfélagsins – 200.000
Kvikmyndahátíð: Alþjóðleg kvikmynda og listahátíð í Grundarfirði – 700.000
 
Landnámssetur Íslands: Hljóðleiðsögn – 200.000
 
Landnámssetur Íslands: Menningarkvöld fyrir heimamenn – 400.000
Lista og menningarfélag Snæfellsbæjar: Jólatónleikar – 100.000
Lista og menningarnefnd Snæfellsbæjar: Fjölmenningarhátíð – 200.000
 
Lista og menningarnefnd Snæfellsbæjar: Listasmiðja barna og unglinga 2007 – 300.000
Lista og menningarnefnd Snæfellsbæjar: Myndlistasýning í Ólafsvík á verkum – 300.000
Listsýningar í leir: Mæðgur sýna leirlist á Vesturlandi: 200.000
 
Ljósmyndasafn Akraness: Akranes í myndum frá 1960 – 200.000
 
Markaðstofa. Akraness: Kátir voru karlar, tónlistardagskrá á Hátíð hafsins – 200.000
 
Herradeild.P.Ó. Akranesi: Tónleikar á Vökudögum – 200.000
Myndlistarsýning: Málverk og teikningar af sr. Hallgrími Péturssyni – 100.000
 
Náttúrustofa Vesturlands: Fræðslumynd, kynning á náttúru Vesturlands – 700.000
Norska Húsið: 20. öldin í Norska húsinu – 300.000
 
Norska Húsið: Margmiðlun-hljóðleiðsögn-heimasíða – 200.000
Norska Húsið: Vettlingasýning og búningadagur – 200.000
 
Óperusöngur á Vesturlandi: Tónleikar, íslensk tónskáld – 200.000
Outsiders Art: Listasmiðja, erlent samstarf – 200.000
 
Pakkhúsið Snæfellsbæ: Menningarsöguleg ljósmyndasýning – 200.000
 
Penna sf: Listasmiðja/fyrirlestrar/málþing/hátíðardagskrá um Stefán frá Hvítadal – 400.000
Safnahús Borgarfjarðar: Pourquoi-Pas? strandið, í Englendingavík – 250.000
 
Sagnanámskeið Fagurhóli: Sagnanámskeið fyrir börn í Grundarfirði – 150.000
 
Samhljómur: Tónlistarhátíð í Reykholti – 800.000
Skagaleikflokkurinn: Leiklist, Salka Valka – 400.000
Snorrastofa Reykholti: Sr. Hallgrímur Pétursson og samtíð hans – 500.000
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull: Sjónskífa á Saxhóli – 500.000
Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness: Tónleikar og sýning – 1.000.000
Tónlist í Hvalfjarðarsveit: Tónlist í Hallgrímskirkju, heimafólk – 150.000
 
Tónlistafélag Borgarfjarðar: 40. starfsár Tónlistarfélags Borgarfjarðar – 250.000
Tónlistarskóli Borgarfjarðar: Sígaunabaróninn, óperuuppfærsla – 1.000.000
Tónlistarskóli Stykkishólms – Slagverksnemendur, skrúðgöngur – 200.000
 
Ullarselið Hvanneyri: Kynning á ullarvinnslu – 150.000
 
Ungt tónskáld úr Borgarfirði: Hljómlistarverk, frumsamið – 200.000
 
Veiðiminjasafn í Ferjukoti: Sýning og veiðiminjasafn – 490.000
 
Vestur til vesturs: Vestur Ísland/Vestur-Kanada, ljósmyndasýningar 200.000
 
Vínartónleikar: Tónleikar í Stykkishólmskirkju og í Reykholti með hljómsveit – 400.000
 

Share: