Ungmennafélag Reykdæla hefur undanfarið sýnt leikritið “Með vífið í lúkunum” eftir Ray Cooney við frábærar undirtektir áhorfenda. Nú eru einungis þrjár sýningar eftir, fimmtudaginn 17. mars, föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19.mars og því hver að verða síðastur að skella sér á þennan bráðfyndna farsa og hlæja svolítið. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal.
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 691 1182 og 662 5189
Á myndinni má sjá þau Ármann Bjarnason, Jón Pétursson, Þór Þorsteinsson, Katrínu Eiðsdóttur og Narfa Jónsson í hlutverkum sínum.