„Kanntu brauð að baka“
Matráð vantar í afleysingar í leikskólann Ugluklett í Borgarnesi um nokkurra mánaða skeið.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun maí næstkomandi.
Leikskólinn Ugluklettur er tilraunaleikskóli hjá landlæknisembættinu í verkefninu heilsueflandi leikskóli og þarf matráður að starfa í anda þess.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra. Auk þess sér matráður um þvotta.
Hæfniskröfur
Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á leikskólaaldri.
Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði.
Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji.
Lipurð og færni í samskiptum.
Reynsla af rekstri mötuneyta kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 100%, vinnutími frá 8.00 – 16.00.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
Ugluklettur er reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir leikskólastjóri eða Elín Friðriksdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4337150 eða ugluklettur@borgarbyggd.is