Matjurtagarðar til leigu 2010

febrúar 23, 2010
Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtagarðarnir eru í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri.
Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða með því að senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is
Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð á Hvanneyri eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Kára Aðalsteinsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í síma 433-5000 eða með því að senda póst á netfangið kari@lbhi.is
Nánari upplýsingar hér.
 

Share: