Margrét Eir ráðin leikstjóri Árshátíðar N.F.G.B. 2004.

desember 30, 2003
 
Stjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarness hefur ráðið söngkonuna Margréti Eir Hjartardóttur til þess að leikstýra næstu árshátíðarsýningu.
Margrét er lærð leikkona og hefur góða reynslu í að leikstýra unglingum en hún hefur unnið að uppsetningu árshátíða og söngleikja hjá mörgum félagsmiðstöðvum auk þess að vinna sjálf í félagsmiðstöð í Kópavogi.
Hún hefur víða haldið leik- og sönglistarnámskeið m.a. hér í Borgarnesi á Landsmóti Samfés s.l. haust.
Er það fagnaðarefni að Margrét skuli vera gengin til liðs við okkur í Óðali.
Æfingar munu hefjast í byrjun febrúar í kjölfar Söngvakeppni Óðals en árshátíðarsýningar hefjast væntanlega um miðjan mars.
Æfingar og þátttaka í uppsetningu þessari verður metið til einkunna inn í skólastarfið, auk þess að vera ómetanleg reynsla fyrir þá sem eru með í verkefni þessu.
i.j.

Share: