Stjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarness hefur ráðið söngkonuna Margréti Eir Hjartardóttur til þess að leikstýra næstu árshátíðarsýningu.
Margrét er lærð leikkona og hefur góða reynslu í að leikstýra unglingum en hún hefur unnið að uppsetningu árshátíða og söngleikja hjá mörgum félagsmiðstöðvum auk þess að vinna sjálf í félagsmiðstöð í Kópavogi.
Hún hefur víða haldið leik- og sönglistarnámskeið m.a. hér í Borgarnesi á Landsmóti Samfés s.l. haust.
Er það fagnaðarefni að Margrét skuli vera gengin til liðs við okkur í Óðali.
Æfingar munu hefjast í byrjun febrúar í kjölfar Söngvakeppni Óðals en árshátíðarsýningar hefjast væntanlega um miðjan mars.
Æfingar og þátttaka í uppsetningu þessari verður metið til einkunna inn í skólastarfið, auk þess að vera ómetanleg reynsla fyrir þá sem eru með í verkefni þessu.
Margrét er lærð leikkona og hefur góða reynslu í að leikstýra unglingum en hún hefur unnið að uppsetningu árshátíða og söngleikja hjá mörgum félagsmiðstöðvum auk þess að vinna sjálf í félagsmiðstöð í Kópavogi.
Hún hefur víða haldið leik- og sönglistarnámskeið m.a. hér í Borgarnesi á Landsmóti Samfés s.l. haust.
Er það fagnaðarefni að Margrét skuli vera gengin til liðs við okkur í Óðali.
Æfingar munu hefjast í byrjun febrúar í kjölfar Söngvakeppni Óðals en árshátíðarsýningar hefjast væntanlega um miðjan mars.
Æfingar og þátttaka í uppsetningu þessari verður metið til einkunna inn í skólastarfið, auk þess að vera ómetanleg reynsla fyrir þá sem eru með í verkefni þessu.
i.j.