Málþing um gróðurelda

janúar 14, 2013
Málþing um gróðurelda verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 17. janúar. Meðal frummælenda eru Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Jón Viðar Matthíasson framkvæmdastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum um leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.
Fjallað verður um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda.
Einnig verður fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna.
 
Dagskrá og skráning
 

Skráning


Dagskrá ráðstefnunnar

09:00 Setning og afhending fundargagna
10:00 Setning ráðstefnunnar
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:10 Áherslur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í vörnum gegn gróðureldum
Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
10:25 Reynslan af gróðureldum, úrbætur og mögulegar frekari aðgerðir
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
11:15 Áhrif gróðurelda
Sigrún Karlsdóttir, náttúruvástjóri hjá Veðurstofu Íslands
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Þröstur Þorsteinsson, lektor hjá Háskóla Íslands
Járngerður Grétarsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Fyrirspurnir og umræður

12:00 Hádegisverður
13:00 Staða slökkviliða
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu
Elísabet Pálmadóttir, sviðsstjóri hjá Mannvirkjastofnun

Fyrirspurnir og umræður

14:00 Kaffihlé
14:45 Aðgerðir til forvarna
Málfríður K. Kristiansen, verkefnastjóri hjá Skipulagsstofnun
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Hulda Guðmundsdóttir, landeigandi og skógarbóndi
Rögnvaldur Ólafsson, frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Fyrirspurnir og umræður

15:50 Samantekt og málþinginu slitið
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri: Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð

Ekki er innheimt ráðstefnugjald en þátttakendum gefst kostur á að kaupa léttan hádegisverð á staðnum gegn vægu gjaldi.
Skráning fer fram á tenglinum hér efst á þessari síðu.
Málþingið verður í beinni útsendingu á netinu. Upptakan verður aðgengileg hér á vef sambandsins.

 

Share: