Borgarbyggð vinnur að breikkun götunnar Ánahlíðar en verkið er á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins árið 2013. Verkið er unnið af Borgarverki ehf. í Borgarnesi. Borgarverk sér jafnframt um lóðarframkvæmdir á svæðinu í tengslum við lóð Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar. Þegar er búið að breikka götuna og malbika en enn á eftir að steypa kantstein og ganga frá umhverfi. Stefnt er að verklokum í október.
Þá hefur Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar samið við Rarik um uppsetningu á 8 ljósastaurum í götunni Vallarási. Lýsingin nær frá hesthúsaafleggjaranum að lóðinni Vallarási 3 eða „víngerðinni“ í Borgarnesi. Áætlað er að því verki ljúki einnig í október.