Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB

september 1, 2017
Featured image for “Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB”





Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB Gengið er alla miðvikudaga í september. Göngurnar eru í 60-90 mínútur og  fyrir alla aldurshópa. Kostar ekkert að ganga með, bara mæta klædd eftir veðri.

6.september kl.18


Gengið um útivistarsvæðið Einkunnir, Björk Jóhannsdóttir leiðir hópinn áfram. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Einkunnir kl.18. Létt ganga í skemmtilegu umhverfi sem hentar öllum.

13.september kl.18


Gengið og hjólað um Borgarnes. Lagt af stað frá íþróttahúsinu í Borgarnesi kl.18. Mumma Lóa leiðir gönguhópinn á þægilegum hraða um Borgarnes og Pálmi leiðir reiðhjólahópinn skemmtilegan hring um bæinn. Hentar öllum aldurshópum.

20. september kl.18


Söguganga um Hvanneyri undir leiðsögn Bjarna Guðmundssonar. Lagt af stað frá kirkjunni á Hvanneyri kl.18 og gengið um svæðið með viðkomu á merkilegum stöðum og farið yfir sögu staðarins.

27. september kl.17

Gengið á Hafnarfjallið, upp að “steini”. Gengið verður í rólegheitum eftir gönguleið uppí hlíðar fjallsins. Lagt verður af stað frá “bílastæði” við hliðið á veginum rétt fyrir ofan Hótel Hafnarfjall kl.17. Gangan hentar öllum aldurshópum.  

Við hvetjum alla til að fara á heimasíðu verkefnisins  http://lydheilsa.fi.is/ og skrá sig til leiks í göngurnar. Þeir sem skrá sig eiga möguleika á glæsilegum verðlaunum sem dregin verða út í lok september.

 

Share: