Lýðheilsuganga í Einkunnum

september 8, 2017
Featured image for “Lýðheilsuganga í Einkunnum”

Alla miðvikudaga í september mun UMSB í samstarfi við Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum í Borgarbyggð. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Björk Jóhannsdóttir leiddi fyrstu lýðheilsugöngu UMSB og FÍ, í Einkunnum. Þátttaka var góð, enda blíðskapaveður.

Næsta ganga verður miðvikudaginn 13. September en þá verður gengið og hjólað um Borgarnes. Lagt verður af stað frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl.18:00 og mun Mumma Lóa leiða gönguhópinn á þægilegum hraða og Pálmi mun leiða reiðhjólahópinn hring um bæinn. Hentar öllum aldurshópum.

Nánari upplýsingar má um komandi göngur má finna hér. Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSBdagskrá


Share: