Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar á Vesturlandi fór fram í gær, fimmtudaginn 16. mars sl. Að þessu sinni var keppnin haldin í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni og stóðu sig öll með stakri prýði.
Að lokum var það Emelía Ýr Gísladóttir nemandi úr Grunnskólanum í Borgarnesi sem stóð uppi sem sigurvegari. Ísak Daði Eðvarsson einnig nemandi úr Grunnskólanum í Borgarnesi hreppti annað stæði og þriðja sætið lenti í hlut Heiðarskóla.
Borgarbyggð óskar sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.