Lóðaúthlutun í Borgarnesi

maí 5, 2017
Featured image for “Lóðaúthlutun í Borgarnesi”

Á fundi byggðarráðs lágu fyrir umsóknir tveggja aðila um lóðir við Stöðulsholt, nánar tiltekið nr. 31, 33 og 35. Í samræmi við úthlutunarreglur Borgarbyggðar þurfti því í fyrsta sinn frá því 2007 að hlutast til um það hver fengi hvaða lóð. Tíbrá ehf fékk úthlutað lóðinni nr. 35 og Ástríkur ehf fékk lóðir nr. 31 og 33. Það fyrirtæki fékk einnig úthlutað lóðinni nr. 2 við Súluklett. Það er ánægjulegt að áhugi á lausum lóðum hér í Borgarbyggð er að aukast en búið er að úthluta fjórum lóðum á Hvanneyri frá því í haust. Á myndinni eru þeir Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri og Jón Einarsson frá Sýslumanninum á Vesturlandi að hlutast til um lóðirnar.


Share: