Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

maí 9, 2017
Featured image for “Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar”

Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starf.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Greining og meðferð barnaverndarmála
  • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
  • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Forvarnarstarf og fræðsla

Menntun og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
  • Reynsla á sviði barnaverndar æskileg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní 2017.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840 1522, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is


Share: