Lóðaframkvæmdir við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð standa nú yfir. Landlínur sáu um hönnun lóðarinnar þar sem áhersla var lögð á fjölbreytni í upplifun og notkun. Færa á aðal inngang heimilisins nær Ánahlíð, byggja skábraut og mynda hringtorg við innganginn. Garður fyrir alla íbúa Brákahlíðar verður sunnan við nýju álmuna. Í honum verða steyptar gangstéttar og fjölbreyttur gróður, möguleiki til ræktunar kryddjurta og grænmetis. Í garðinum er jafnframt gert ráð fyrir litlum gosbrunni og möguleika á dýrahaldi. Það er Byggingarfélagið Borgfirðingar ehf. sem er verktaki við þennan þátt framkvæmdanna sem og aðra þætti nýbyggingar og endurbóta. www.brakarhlid.is