Kettir í óskilum

september 26, 2012
Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar hefur handsamað læðu, tvo kettlinga og fress í Borgarnesi. Allir kettirnir eru ómerktir og óskráðir.
 
Læðan er svört og hvít. Kettlingarnir tveir eru undan læðunni.
Fressið er hvítur með svarta rönd eftir bakinu.
 
Ef einhver kannast við að eiga þessa ketti er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.
 

Share: