Söngfjölskyldan, þau Theodóra, Ogleir Helgi og dætur, efna til tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi næstkomandi fimmtudag, 30. maí kl. 21.00. Ingibjörg Þorsteinsdóttir leikur með á píanó.
Yfirskrift tónleikanna er „Ljúft og létt í Landnámssetri“ og verður fjölbreytt dagskrá, þau flytja meðal annars dúett og tríó eftir Mozart, íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og söngleikjalög.
Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og menntuð söngkona, Olgeir Helgi stundaði söngnám m.a. við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Sigríður Ásta og Hanna Ágústa stunda nú söngnám í Söngskólanum í Reykjavík.