Ljósleiðari Borgarbyggðar

apríl 13, 2018
Featured image for “Ljósleiðari Borgarbyggðar”

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. apríl sl. var opnaður upplýsingavefur um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð, Ljósleiðari Borgarbyggðar. Hann er tengdur inn á vef Borgarbyggðar undir heitinu Ljósborg. Á honum er að finna margháttaðar upplýsingar sem tengjast verkefninu og fréttir verða settar inn eftir því sem því vindur fram. Ýmsar upplýsingar er þar að finna um eðli þessa mikla verkefnis og síðan hefur verið byggt upp yfirlit um algildar spurningar og svör. Að lokum er gefinn möguleiki á að senda inn fyrirspurnir. Það eru bundnar vonir við að þessi uppsetning auðveldi þeim sem málið varðar möguleika á að fylgjast með og aðgengi að upplýsingum verði bætt.


Share: