Ársreikningur Borgarbyggðar var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. Apríl. Afkoma sveitarfélagsins var góð á síðasta ári. Útsvarstekjur hækkuðu milli ára, skuldir voru áfram greiddar niður, skuldahlutfall lækkar og er í 112% fyrir samstæðuna og 72% fyrir A hlutann. Viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar sveitarfélaga eru 150%. Veltufé frá rekstri er var 537 m.kr. og greiðsluafgangur (eftir greiðslu afborgana langtímalána og annarra skuldbindinga) var 225 m.kr. Það er sú fjárhæð sem reksturinn skilar til fjárfestinga. Almennt má segja að rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélagsins byggi á traustum grunni eftir því sem segja má um rekstur sveitarfélaga. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að að það er nauðsynlegt að viðhafa öflugt aðhald í rekstri svetiarfélagsins framvegis sem fram til þessa. Á þann hátt verður auðveldara að þróa áfram þá góðu þjónustu við íbúana og margvíslega aðstöðu sem er til staðar í sveitarfélaginu á margan hátt.