Ljósberi veittur atvinnurekendum sem ráða einstaklinga með fötlun í vinnu

október 9, 2015
Haustið 2014 vann starfshópur á vegum Borgarbyggðar að því verkefni að móta stefnu í þjónustu við einstaklinga með fötlun. Eitt þeirra atriða sem vinnuhópurinn lagði til var að sveitarfélagið veitti árlega viðurkenningar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem leggja hönd á plóg við að auka tækifæri einstaklinga með skerta starfsgetu til að stunda atvinnu.
Mikilvægt er okkur öllum að fá þá þjónustu sem við höfum þörf fyrir en það er ekki síður mikilvægt fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu að fá tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins að því marki sem geta viðkomandi leyfir.
Í ár var viðurkenningin Ljósberi veitt í fyrsta skipti en þær stofnanir sem viðurkenninguna hlutu eru sem hér segir:
Brákarhlíð
N1
Grunnskólinn í Borgarnesi
Leikskólinn Ugluklettur
Leikskólinn Klettaborg
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
Áhaldahúsið
Skallagrímsgarður.
Ofangreindum aðilum eru færðar sérstakar þakkir fyrir auðsýndan áhuga á málefninu sem og fyrir að vera öðrum stofnunum fyrirmynd á þessu sviði.
 

Share: