Listsköpun unga fólksins

nóvember 14, 2012
Ríflega 100 manns mættu á tónleika og opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær, en hátíðin var haldin sameiginlega af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi. Nemendur Tónlistarskólans fluttu frumsamið efni byggt á gömlum þulum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og opnuð var sýning á ljóðum nemenda úr grunnskólum á svæðinu. Stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði, tónlistarflutningurinn var vel af hendi leystur og vakti mikla lukku. Sama er að segja um ljóðin en Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, Heiðarskóli og Laugargerðisskóli tóku þátt í ljóðasýningunni í ár. Þar er að finna ljóð 10-11 ára krakka sem hafa samið þau undir handleiðslu kennara sinna.
Ljóðasýningin mun standa til 27. nóvember n.k.
Myndirnar sem Guðrún Jónsdóttir tók, eru af sönghópi sem kom fram undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur og frænkunum Ragneiði og Þorbjörgu Sögu frá Þorgautsstöðun. Þær léku frumsamið verk fjórhent á flygil barónsins á Hvítárvöllum eftir að hafa lesið þulu sem verkið var innblásið af. Jónína Erna kennari þeirra fylgist með.
 

Share: