Í hálfleik í leik Skallagríms og Fjölnis komu fulltrúar Lionsklúbbsins Öglu færandi hendi þegar þær afhentu Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi hjartastuðtæki. Tækið er til nota í neyðartilfellum sem hugsanlega geta komið upp á jafn fjölmennum samkomustað og íþróttamiðstöðin er en á síðasta ári komu um 150 þúsund manns í húsið.
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók við tækinu og þakkaði kærlega fyrir veittan stuðning og sagðist jafnframt vona að aldrei þyrfti að nota tækið, en að sjálfsögðu veitti það starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar meira öryggi ef grípa þyrfti til aðgerða í neyðaráætlun hússins.
Lionsklúbburinn Agla – Kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
ij.