Líf og fjör á Kleppjárnsreykjum

september 28, 2009
Í síðastliðinni viku tóku nemendur í 1.-5. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sig til og hreinsuðu skólalóðina. Krakkarnir fóru um skólalóðina og skáru burt njóla og hreinsuðu annað rusl. Njólanum söfnuðu þau í risastóran haug og mátti sjá mikinn mun á skólalóðinni eftir þessa vinnutörn hjá krökkunum. Þá var einnig haldinn náttfatadagur í skólanum og nemendur afskaplega ánægðir með daginn. Þau borðuðu við kertaljós, kúrðu fyrir framan videó og létu sér líða vel við notaleg rólegheit. Náttfatadagurinn var mjög vel heppnaður og í vetur er von á fleiri þemadögum í skólanum.
 

Share: