Spurningaþátturinn Útsvar hefur nú göngu sína á ný í sjónvarpinu. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá föstudagskvöldið 17. september næstkomandi. Lið Borgarbyggðar mun þá mæta liði Hafnarfjarðar. Í liði Borgarbyggðar verður það einungis Stefán Einar Stefánsson sem snýr aftur á skjáinn en með honum keppa að þessu sinni þau Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar og Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ.