Leitir að hefjast í Borgarbyggð

september 4, 2007
Fyrstu leitarmenn fara af stað á Arnarvatnsheiði (Fljótsdrög) miðvikudaginn 5. september.
Fjallkóngur er Ármann Bjarnason á Kjalvararstöðum.
Fimmtudaginn 6. sept fara Heiðarleitarmenn (líka á Arnarvatnsheiði) af stað. Fjallkóngur Guðmundur Kristinsson á Grímsstöðum
Og föstudaginn 7. sept fara Lambatungnamenn ( líka á Arnarvatnsheiði) . Lambakóngurinn er Jón Björnsson í Deildartungu.
Allt safnið kemur svo niður í Fljótstungurétt síðdegis á laugardag.
 
Myndin með fréttinni var tekin við Grímstaðarétt árið 2006 af Elínu Elísabetu Einarsdóttur.

Share: