Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal

apríl 15, 2019
Featured image for “Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal”

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast

Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 22 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára.

Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf 1. júní og deildarstjóra sem getur hafið störf 8. ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.
  • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og / eða reynslu.  

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064 eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is


Share: