Leiklistarnámskeið í Logalandi

október 24, 2007
Leiklistarnámskeið hefst á morgun, fimmtudaginn 25. október, í Logalandi í Reykholtsdal í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélags Reykdæla á næsta ári, en það var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908.
Námskeiðið fer fram á fimmtudags- og sunnudagskvöldum milli klukkan 20:00 og 22:00 í átta skipti. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Námskeiðið er ætlað fólki frá 16 ára aldri. Steinunn Garðarsdóttir tekur við skráningum í síma 435-1191 eða 849-869.
 
Leiklistarnámskeiðið er eitt af mörgu sem boðið verður upp á af tilefni afmælisins. M.a. verður sett upp leiksýning í upphafi næsta árs og fyrirhugað er að halda kvöldvöku sem næst ,,degi íslenskrar tungu” í nóvember.
 
Mynd: Björg Gunnarsdóttir
-Blómvöndur til Ungmennafélags Reykdæla.
 

Share: