Afmælistónleikar í Borgarneskirkju

október 25, 2007
Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Afmælistónleikar verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 28. október næstkomandi og hefjast þeir kl. 16:00.
Dagskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt, meðal annars verður frumflutt verk sem sérstaklega var samið vegna afmælisins. Að loknum tónleikunum er tónleikagestum boðið að þiggja veitingar í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23 Borgarnesi. Allir eru velkomnir á tónleikna.
 
Fyrri myndin er tekin í ráðhúsi Borgarbyggðar af Guðrúnu Jónsdóttur.
Síðari myndin er tekin í Borgarneskirkju af Theodóru Þorsteinsdóttur.

Share: