Leikdeild Skallagríms setur upp söngleikinn Slá í gegn

mars 10, 2022
Featured image for “Leikdeild Skallagríms setur upp söngleikinn Slá í gegn”

Leikdeild Skallagríms hefur upp á síðkastið æft af fullum krafti söngleikinn Slá í gegn í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar. Söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 2018 í Þjóðleikhúsinu og er eftir Guðjón Davíð Karlsson. Gaman er að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem áhugaleikfélag setur þennan söngleik á svið.

Innblástur verksins er sóttur í lög Stuðmanna en sagan á sér stað í litlu byggðarlagi út á landi þar sem nýstárlegur sirkuslistahópur kemur inn í samfélagið og hristir upp í hinum gamalgróna leikfélagsanda.

Áætlaðir sýningartímar eru svohljóðandi:

1. Frumsýning – föstudaginn 11. mars klukkan 20:00
2. Sýning – sunnudaginn 13. mars kl: 14:00
3. Sýning – sunnudaginn 13. mars klukkan 20:00
4. Sýning – þriðjudaginn 15. mars klukkan 20:00
5. Sýning – fimmtudaginn 17. mars klukkan 20:00
6. Sýning – föstudaginn 18. mars klukkan 20:00
7. Sýning – laugardaginn 19. mars klukkan 20:00
8. Sýning – sunnudaginn 20. mars klukkan 20:00
9. Sýning – þriðjudaginn 22. mars klukkan 20:00
10. Sýning – fimmtudaginn 24. mars klukkan 20:00

Miðapantanir eru í síma 696-1544 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið leikdeildskalla@gmail.com.


Share: