Getur þú boðið fram húsnæði til leigu fyrir flóttafólk?

mars 9, 2022
Featured image for “Getur þú boðið fram húsnæði til leigu fyrir flóttafólk?”

Ert þú með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæði sem þú getir boðið flóttafólki sem er að flýja ástandið í Úkraínu? Fjölmenningarsetrið hefur fengið það verkefni að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu sem felst meðal annars í því að taka á móti skráningum um mögulegt leiguhúsnæði fyrir einstaklinga.

Borgarbyggð hvetur alla sem vilja bjóða fram húsnæði til leigu að skrá sig á þar til gerðu eyðublaði hér.

Nánari upplýsingar veitir Fjölmenningarsetrið í síma 450-3090 eða netfangið mcc@mcc.is.

Borgarbyggð vill þakka þeim asem hafa nú þegar boðið fram húsnæði í þessum tilgangi og bendum við viðkomandi aðilum á að fylla út eyðublaðið hér að ofan. Sveitarfélagið er í samskiptum við Fjölmenningarsetrið og stjórnvöld um aðkomu sveitarfélagsins við móttöku flóttafólks, sem mun vonandi skýrast á næstu dögum.

 


Share: