Leiðin að bættri heilsu

janúar 19, 2018
Featured image for “Leiðin að bættri heilsu”

Logi Geirsson fyrrum handboltamaður hélt fyrirlestur um markmiðasetningu og hreyfingu í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 18.1. Hann fjallaði um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Fjölmenni var á fundinum sem hófst á því að Logi sagði frá reynslu sinni af markmiðasetningu og að leiðin að settum markmiðum hafi falist í mikilli vinnu. Einnig talaði Logi um mikilvægi þess að byggja upp sjálfstraust sem fylgir ástundun og að leggja sig fram í því sem stefnt er að. Fjallað var um hreyfingu og mataræði og urðu líflegar umræður og fyrirspurnir úr sal.

Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018


Share: