Leiðbeiningar um móttöku á flöskum og dósum

september 23, 2019
Featured image for “Leiðbeiningar um móttöku á flöskum og dósum”

Aldan starfar samkvæmt almennum reglum um móttöku á flöskum og dósum sem auðveldar starfsmönnum að veita viðskiptavinum betri og skjótari þjónustu. Umbúðir þurfa að vera flokkaðar en mega vera beyglaðar.

• Tæma innihald/vökva umbúða.
• Flokka gler sér.
• Ál og plast má flokka saman.

Vinsamlegast gætið þess að vera með umbúðir klárar fyrir vélar ásamt því að umbúðir eru lausar við allt heimilissorp og vökva. Að fá allt talið flýtir fyrir þjónustu, sérstaklega þegar það er mikið að gera. 

Plast og gler án skilagjalds fer á Gámastöðina eða í næsta grenndargám.

  • Tómatsósa
  • Þvottalögur
  • Mjólkurdrykkir
  • Ávaxtaþykkni
  • Matarumbúðir
  • Krukkur
  • Matar- og olíuflöskur
  • Edikflöskur

Vinsamlegasta virðið þetta.

Umbúðir með skilagjaldi

GLER MEÐ SKILAGJALDI 16 krónur

  • Glerflöskur fyrir áfengi
  • Glerflöskur fyrir bjór
  • Glerflöskur fyrir ávaxtasafa
  • Glerflöskur fyrir gosdrykki (Vífilfell og Ölgerðin)
  • Glerflöskur fyrir orkudrykki

Plast

MEÐ SKILAGJALDI 16 KRÓNUR

  • Plastflöskur fyrir ávaxtasafa
  • Plastflöskur fyrir gosdrykki
  • Plastflöskur fyrir orkudrykki
  • Plastflöskur fyrir vatn
  • Plastflöskur fyrir áfengi  

Ál

MEÐ SKILAGJALDI 16 KRÓNUR

  • Áldósir fyrir gosdrykki
  • Áldósir fyrir orkudrykki
  • Áldósir fyrir bjór

Umbúðir án skilagjalds

Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni, mjólkurdrykki og kakódrykki sem innihalda ferska mjólk, matarolíu, tómatsósu eða þvottaefni. Þessum umbúðum má skila í grenndargáma.

Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda vín, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjarvöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum.

Safnanir

Eftirfarandi atriði eru skilyrði fyrir móttöku safnana:

  • Safnanir teljast 25 svartir ruslapokar eða meira.
  • Allt efni verður að vera flokkað. Ál og plast flokkast saman og svo gler sér.
  • Allt efni skal vera hreinlegt og laust við heimilisrusl og matarleifar.
  • Það þarf að hringja á undan sér í síma 433-7441.
  • Talning starfsmanna Öldunar gildir.

Ef ekki er farið eftir þessum reglum áskilja starfsmenn Öldunar sér þann rétt að hafna móttöku á viðkomandi söfnunum. Ýmis félög safna miklu magni drykkjarumbúða. Geta þau fengið hjá Öldunni sekki og kör til að safna í og hægt er að hringja á skrifstofu Öldunar til að fá nánari upplýsingar.

 


Share: