Leiðbeinandi óskast

ágúst 20, 2015
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með vinnu í íþrótta- og tómstundaskólanum.
Helstu verkefni:
Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs, tómstundastarfs og viðburða.
Samráð, samvinna og samskipti við unglinga, starfsfólk skóla, foreldra og tómstundastjóra.
Hæfniskröfur:
Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
Frumkvæði, fagmennska og metnaður.
Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 
Launakjör í eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitafélaga.
Umsóknafrestur er til og með 28. ágúst 2015. Upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson í síma 433-7100 og skal umsóknum skilað á netfangið eirikur@borgarbyggd.is.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfsins að skila sakavottorði.
 

Share: