LEGOnámskeið vinsælt

október 8, 2009
Tómstundaskólinn í Borgarnesi heldur þessa viku og næstu námskeið í tækni – LEGO. Námskeiðið er ætlað börnum í 1.-8. bekk og er haldið í grunnskólanum. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Fullbókað er í fjóra hópa en alls hafa 65 krakkar skráð þátttöku. Leiðbeinandi er Jóhann Breiðfjörð en hann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá leikfangafyrirtækinu LEGO.
Á námskeiðinu eru 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota tannhjól, gírun, mótora og fleira. Allir fá aðstoð við að skapa sín eigin módel. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið fjör á fyrsta námskeiðinu og sköpunargleðin réði sannarlega ríkjum.
 
 

Share: