Laust starf umsjónarmanns fasteigna

maí 5, 2021
Featured image for “Laust starf umsjónarmanns fasteigna”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun og rekstur eignasjóðs Borgarbyggðar.
  • Umsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum húseigna sveitarfélagsins, einnig húseignum í félagslega kerfinu.  Lóðir teljast hluti af fasteignum.
  • Hann undirbýr í samráði við deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdamála tillögur til sveitarstjórnar um viðhaldsþörf, rekstraráætlanir og nýframkvæmdir húseigna er undir hann heyra og sinnir virku kostnaðareftirliti fyrir þá málaflokka.
  • Hefur einnig umsjón með og heldur utan um bílaflota Borgarbyggðar, rekstur félagsheimila og á smálegu viðhaldi í leikskólum Borgarbyggðar.
  • Starfsmaður þeirra byggingarnefnda sem komið er á fót í sveitarfélaginu.
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála felur honum. 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um háskólamenntun eða iðnmenntun sem nýtist í starfi.  
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið:

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á.. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Stjórnsýslu-og þjónustusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 17. maí 2021

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, netfang: hrafnhildur@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100


Share: