Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála

september 9, 2020
Featured image for “Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála”

Við leitum eftir framsæknum stjórnanda og sérfræðing til þess að taka þátt í að efla og leiða þjónustu sveitarfélagsins inn í nýja tíma. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaðri þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með skiplags- og byggingarmálum, umferðar- og samgöngumálum og veitum sveitarfélagsins. Stýrir verkefnum og vinnur að úrlausn þeirra ásamt því að sjá til þess að verkefnin séu unnin faglega í samræmi við lög og reglugerð.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni:

  • Yfirmaður skipulags- og byggingarmála. 
  • Vinnur með starfsfólki deildarinnar að daglegum verkefnum og er þeim til ráðgjafar og aðstoðar um málsmeðferð og framvindu einstakra mála.  
  • Heildaryfirsýn yfir helstu verkefni deildarinnar og verkefnastjórnun.
  • Samstarf við sveitarstjóra og sviðsstjóra um uppbyggingu stjórnsýslu og þjónustu deildarinnar.  
  • Hefur yfirumsjón umfangsmikilla skipulagsverkefna, stefnumótunar og áætlunargerðar í skipulagi og eftirfylgni. 
  • Er starfsmaður og ritari skipulags- og byggingarnefndar. 
  • Vinnur í teymum með gerð verkferla, verklagsreglna og gjaldskráa. 
  • Ber ábyrgð á varðveislu skjala og gagna er tilheyra verkefnum og starfsviði sviðsins og skal starfa eftir þeim verklagsreglum og verkferlum sem sveitarfélagið setur sér.  
  • Góð og skilvirk samskipti við íbúa, viðskiptavini og samstarfsaðila Borgarbyggðar.
  • Vinnur önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum. 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða sambærilegum tæknigreinum á háskólastigi ásamt framhaldsmenntun tengd málaflokknum.
  • Stjórnunarhæfileikar og reynsla og þekking af stjórnun verkefna.
  • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu.
  • Frumkvæði í starfi.
  • skipulagsfærni til að hafa góða og örugga yfirsýn yfir mál deildarinnar.
  • Sýna skipulögð, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Samskiptahæfni sem miðar að því að stýra hóp starfsmanna og teymisvinnu sem og góðri þjónustulund við þjónustuþega.
  • Góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni.
  • Þekking á skipulags- og mannvirkjalögum, byggingarreglugerð og gildandi stöðlum og samþykktum.

Umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir nám og fyrir störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is  sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er til og með 7. október n.k.

Borgarbyggð hvetur áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir á netfangið sveitarstjori@borgarbyggd.is, í síma 433-7100.

 


Share: