Laust starf aðstoðarmatráðs í Andabæ

apríl 2, 2020
Featured image for “Laust starf aðstoðarmatráðs í Andabæ”

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmatráðs við leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 60 % starf frá kl. 8.00-12:50. Um tímabundið starf er að ræða til 15. maí nk.  

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.  Starfið felst aðallega í aðstoð í eldhúsi við matreiðslu og öðrum eldhússtörfum, þrifum og frágangi.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við matseld, matseðlagerð, innkaup á mat og hreinlætisvörum
  • Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu  
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7170. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið asta@borgarbyggd.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Share: