Laus störf við leikskólann Klettaborg

september 1, 2006
 
Leikskólakennara vantar tímabundið til starfa við leikskólann Klettaborg.
 
Um er að ræða ca 80% starf í Klettaborg og 50% starf fyrir hádegi í Mávakletti.
 
Störfin eru laus nú þegar og ráðið verður í þau út leikskólaárið.
 
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.
 
Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu klettaborg@borgarbyggd.is.
 

Share: