Búið er að auglýsa laus til umsóknar tvö störf við stjórnsýslu Borgarbyggðar. Annars vegar starf félagsmálastjóra og hins vegar starf sviðsstjóra umhverfis – og skipulagssviðs. Upplýsingar um störfin er að finna undir „stjórnsýsla – mannauður – laus störf“ hér á heimasíðunni. Umsóknarfrestur um störfin er til 2. apríl n.k.