Laus staða tölvuumsjónarmanns hjá Borgarbyggð

júlí 16, 2015
Laust er til umsóknar 80% starf tölvuumsjónarmanns. Brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Tölvuumsjónarmaður sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfisstjórn í grunnskólum, leikskólum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins.
· Umsjón og rekstur á Windows netþjónum ásamt umsýslu með Office365.
· Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði.
· Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði.
· Innkaup og ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar.
· Samskipti við birgja og þjónustuaðila upplýsingatæknilausna.
· Stefnumótun og ráðgjöf á sviði upplýsingamála.
· Námskeið og fræðsluefni fyrir notendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólagráða eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
· Starfsreynsla á sviði upplýsingatækni.
· Góð þekking og reynsla við þróun og viðhald upplýsingakerfa.
· Góð þekking og reynsla á innleiðingu hugbúnaðar.
· Góð þekking á Microsoft Office, Office365 og leyfismálum.
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
· Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 
 
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is.Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Í samræmi viðjafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Share: