Borgarbyggð auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogafærni, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn og er tilbúin til að leiða starfsstöðvar skólans inn í framtíðina.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júní 2018.
Grunnskóli Borgarfjarðar er starfræktur á þremur starfsstöðvum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur eru um 200 talsins í 1-10 bekk. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Þau er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðtogans sem er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinningu og frumkvæði með það fyrir augum að nemendur hafi færni til að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum og hæfum hópi kennara og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Helsta verkefni skólastjóra er að viðhalda góðum skólabrag og samstarfi á starfsstöðvum skólans og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.
Nánar um starfið undir „laus störf“.