Lausar grunnskólakennarastöður í Borgarbyggð

apríl 19, 2016

Borgarbyggð leitar eftir kennurum í eftirfarandi stöður frá hausti 2016:
Grunnskóli Borgarfjarðar, www.gbf.is
Deildarstjóri Grunnskóla Borgarfjarðar-Varmalandsdeild
Um er að ræða 100% stöðu, þar af 70% í stjórnun og 30% í kennslu.
Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum
  • Kostur ef umsækjandi þekkir hugmyndafræðina Sjö venjur til árangurs

Allar nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson í síma 840 1524. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hlodver.ingi.gunnarsson@gbf.is

Umsjónarkennari á miðstig og unglingastig Grunnskóla Borgarfjarðar
Æskilegar kennslugreinar eru stærðfræði, íslenska og textílmennt
Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
  • Færni í mannlegum samskiptum

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 840 1520. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið ingibjörg.adda.konradsdottir@gbf.is og Hlöðver Ingi Gunnarsson í síma 840 1524 og á netfangið hlodver.ingi.gunnarsson@gbf.is

 

Grunnskólinn í Borgarnesi, www.grunnborg.is
Aðstoðarskólastjóri
Um er að ræða 100% stöðu.
Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum
  • Kostur ef umsækjandi þekkir til uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar

Umsjónarkennari á yngsta stig, miðstig og unglingastig
Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
  • Færni í mannlegum samskiptum

Kennari í textílmennt í 50% afleysingastöðu
Allar nánari upplýsingar veitir Júlía Guðjónsdóttir í síma 862 1519. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið julia@grunnborg.is
Óskað er eftir kennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu kennara í skólum Borgarbyggðar.
Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.
Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k.


Share: